Southpark þáttur að mati Stétt-Joðs Ég hef tekið eftir því að 2 hafa hingaðtil sent inn sína hugmynd af southpark þætti, og þar sem það er tískubylgja, má mar ekki verða útundan… hver veit nema það gæti leitt til eineltis, og leiðinda ef mar fylgir ekki tískunni eins og heilalaus páfagaukur… en nóg um það … hér byrja ég:

Í byrjunaratriðinu hafa þeir ekkert að gera þannig að þeir ákveða að fara bara með Cartman niðurí bæ að kaupa Cheesy poofs. Er þeir labba útúr húsi Cartmans sjá þeir hvar hurðarhúnn liggur þar í snjónum. Kenny hoppar á hann og ákveður að eiga hann, vegna þess að hann veit ekki betur en að þetta sé gullmoli (hurðarhúnninn var gulllitaður).
Þeir rölta niður í bæ, og taka þá eftir því að í bænum er ekki sála úti. Þeim finst þetta eitthvað hálf “kinky” og ákveða að labba samt áfram.
Þá sjá þeir skyndilega Dverg skjótast fyrir horn. Þeir verða skelkjaðir og þeim líst alls ekki á blikuna. Þeir drífa sig heim til Kenny, og kveikja á sjónvarpinu. Þar er fréttamaður að skýra frá því að handan fjalls sem er nálægt Southpark er dvergaframleiðsla.
Þetta fjall hafði verið kallað fjallið fyrirboðna vegna þess að allir sem þangað fóru hurfu og sneru aldrei aftur. Fréttakonan segir að verksmiðjan hafi hrunið, og nokkrir dvergar lifað af, og sloppið til bæjarins. Þetta valdi óhug fólksins, og allir voru hvattir til að halda sig innandyra. Rétt í þessu er bankað fast á hurðina. Þeir félagar komast að þeirri niðurstöðu að það sé skynsamlegast að Kenny opni hurðina. Er hann gerir það hoppar dvergur (sem nær honum upp að nefi) á hann og sígur úr honum eitt augað, og hrifsar hurðarhúninn af honum. áður en dvergurinn hleipur út kyssir hann hurðarhúninn sinn, og klappar honum. Það sést greinilega að hurðarhúnninn er eini vinur dvergsins.
Eftir þetta standa Cartman, Kyle og Stan agndofa, og hreyfa sig ekki … horfa bara á Kenny sem er að farast úr sársauka.. á endanum hjálpa þeir Kenny inn í eldhús.. eftir það fatta þeir að hurðin er enn opin. Þeir fara og loka henni. Þegar þeir koma aftur sjá þeir Kenny, dáinn á gólfinu. Hann hafði dáið vegan ofáts á hreinum Kanil. Hreinn kanill var það eina sem var til heima hjá Kenny, því eins og þið vitið vaða þau ekkert í peningum. Eftir að þeir sjá líkið ákveða þeir að fara bara heim til Stans í tölvuna.
Á leiðinni eru þeir stoppaðir af hóp Dverga. Dverganir segja: Ef þið standið ekki á höndum, og reynið að bíta ykkur í olbogana á meðan munu þið enda á sama hátt og vinur ykkar. Cartman fattar það strax að vegan vaxtarlags hans geti hann þetta enganveginn, þannig að hann segir: “Whateva, I do what I want” Við þetta verða Dvergarnir band brjalaðir, en rétt í þessu kemur herinn og skítur dverpana í tætlur… einnig kemur einhver annar her sem er öskrandi “REBBL,REBBL,REBBl,REBBL” og ráðast á Cartman, Kyle og Stan og byrja að sjúa á þeim hnén.
Á meðan á þessu stendur segir Kyle “ég held að ég hafi lært doldið á þessu, Sumir menn geta ekkert gert að löngunum sínum til að sjúa hné … og aðirir geta ekkert gert að því að þeir séu augnsjúandi svergar, samt er bara einn hópurinn skotinn til bana, dvergarnir” … en þá Skítur herinn hnésjúandi mennina í tætlur og leifar þeirra breytast í einn dverg, sem sýgur augun í öllum hernum áður en þeir ná að drepa hann…… Þá labbar Kenny inn á skjáinn til þeirra, og Cartman segir: “Farðu, þú átt ekki að lifna við fyrr en í næst þætti” .. en Kenny segir “Fu** you” ……


Njótiði, og komið endilega með harða dóma! ARG!