Átti að skrifa um uppáhaldssjónvarpsþáttinn minn fyrir skólann og ætla ég ekki að neita ykkur um að lesa ;)

South Park eru teiknimyndaþættir sem fjallar um afdrif fjögurra 8-ára drengja og ýmissa annarra persóna í bænum South Park í Colorado. Þátturinn er nokkuð ofbeldisfullur og mikið um blót en það er mikið hægt að læra mikið um lífið. Til dæmis hvernig á að svara móðgunum og hvað skal varast. Matt Stone og Trey Parker eru snillingar sinna tíma því að þeir eru ekki hræddir um að fjalla um ýmis viðkvæm málefni og fela ekki skoðanir sínar á þeim. Meðal umdeildra málefna sem þeir hafa minnst á eru hommar, dýrakynlíf, litla álfar sem stela nærbuxum, fatlað fólk og brjóstastækkanir. Höfundarnir eru ekkert hræddir við að gera grín að Satani, Saddam Hussein, Jesú, Guði og fleirum einstaklingum sem rætt er um í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Jafn vel frægt fólk sem hefur beðið um að ljá röddu sína í þáttunum hefur þurft að þola að fá lítilsmetin hlutverk. Sem dæmi leikur Jay Leno, spjallkóngurinn frægi, kött Cartman fjölskyldunnar og segir ekkert annað en “Mjá”.

Þátturinn er byggður á að ákveðið vandamál kemur upp í byrjun þáttarins og það leiðir af sér annað mál og svo framvegis. Það er aldrei að vita hvort að vandamálið leysist, heldur áfram eða leiðir af sér annað vandamál sem annað hvort leysist eða ekki. Þátturinn hefur verið sýndur í um 6 ár og eingöngu tvisvar hefur orðið framhald af einhverjum þætti. Einu sinni skiptust framhöldin á milli sería og hitt skiptið voru báðir hlutarnir í miðri seríu.

Enginn einn sérstakur boðskapur er í þáttunum en það skiptir engu máli um hvað þættirnir fjalla, það er gert með glæsibrag. Sem dæmi um boðskap þáttanna má læra að brjóstastækkanir eru ekki fyrir 9 ára stelpur, endurgerðir á bíómyndum geta gengið of langt, alnæmi er loksins fyndið, tímavélar eru til og það er betra að sumar dýrategundir séu útdauðar.

South Park er uppáhaldsþátturinn minn vegna þess að höfundarnir eru ekkert að draga úr gríninu eingöngu til þess að gera einhvern hóp af fólki ánægðari (eða minna móðgað) út í þáttinn og að þeir fjalla bara um það sem þeim langar til. Þeir hafa fengið sent helling af handritum frá aðdáendum en hafa ekki notað nein af þeim enn þá og þættirnir eru enn þá skemmtilegri en í upphafi. South Park er einn vinsælasti teiknimyndaþátturinn í Bandaríkjunum með fjölmarga aðdáendur og vinsældirnar eru ekkert að minnka. Ef þú spyrð einhvern á unglingsárunum hvort þeir þekki South Park, þá eru meiri en 50% líkur á að persónan segi já og nánast jafn miklar líkur á að henni líst vel á þáttinn.

Einhver stéttarskipting er í þáttunum en hvítir fá meiri umfjöllun margir náungar af öðrum litarháttum fá að njóta sín í þáttunum og eins og áður, þá hika höfundarnir ekki við að gera grín af þeim en sömuleiðis flytja þeir þann boðskap að þeir eru ekki að gera það til þess að sýna neinn rasistahátt.

Fleiri karlar eru í þættinum en konur en einhverra hluta vegna þýðir það ekki að færri kvenkyns áhorfendur líki við þáttinn, þvert á móti, Það eru helst kvenkyns áhorfendur sem kunna að taka gríni sem horfa á þáttinn og skiptir sá fjöldi að minnsta kosti þúsundum. Markhópurinn er fólk sem er mikið fyrir “svartan húmor”, það er að segja grín sem á sér engin takmörk og inniheldur meðal annars grín að dauðsföllum og óhöppum.

Aðdáendur þáttana muna eftir tilviki sem gerðist þar sem endaþáttur 1. seríu var fyrri hluti af framhaldi og átti að sýna framhaldið 4 vikum eftir en það vildi svo til að sá dagur var 1. apríl og ákváðu höfundarnir að sýna allt annan þátt sem fjallaði eingöngu um aðalpersónur í uppáhaldssjónvarpsþætti barna í South Park og fengu þeir “góðar” undirtektir. Margir aðdáendur þáttana hafa líklegast verið mjög svekktir og örugglega einhverjir reiðir eftir alla þessa 4ja vikna bið. Framhaldið af þættinum var síðan sýnt nokkru síðar og komust þá áhorfendur að því hver faðir einnar aðalpersónunnar var. Sá þáttur hefur líklega náð mjög miklu áhorfi. Í DVD útgáfunni af þáttunum minnast höfundarnir á þetta og gerðu bara grín að því og efast greinahöfundur ekki um að því hafi bara verið tekið vel.

Þættirnir eru mjög sérstakir fyrir það að þeir eru tölvugerðir, en samt eru persónurnar látnar líta út eins og þær séu klipptar út úr kartoni og látnar hreyfa sig á sama hátt. Höfundunum langaði ekki að láta þættina líta gervilega út og héldu sig við gamla góða útlitið sem sló í gegn. Eftir 91 þætti, þá eru þeir enn í miklu uppáhaldi hjá mér og munu örugglega halda því áfram um ókomna tíð.