Ég er að fara kaupa mér fartölvu á næstunni og á í miklum vandræðum með að ákveða hvaða merki ég á að kaupa. Ég veit að merkjavara skipir miklu í fartölvunum og hef þess vegna getað þrengt valið aðeins. IBM eru of dýrar fyrir mig, en Dell Inspiron 4100 kemur vel til greina. Síðan hef ég mikið verið að spá í HP-tölvum. Er mikill munur á t.d. HP xe 4500 tölvunni eða xe3 tölvunni og Dell Inspiron hvað varðar bilanatíðni, endanleika o.s.frv? Og kannski frekar, er HP ekki eitt af betri merkjunum!?
Síðan nokkrar dummy spurningar:
1) Ég ætla fartölvunni að koma í staðinn fyrir gamla desktoppinn og er þess vegna að spá í hversu vel gangi að spila leiki á fartölvur. Ef tölvan er með 32mb skjákort en ekki 3D hraðal, hversu langt getur hún gengið í tölvuleikjunum?
2) Hvað má búast við því að “líftími” fartölva sé langur, ef litið er til bilana?
3) Hefur einhver reynslu af viðgerðarþjónustunni hjá annað hvort Opnum Kerfum eða EJS? Ef svo er, var hún góð, fljótvirk og/eða kostnaðarsöm?
4) Hvernig netkort er það sem maður á að nota til að tengjast þráðlausum kerfum skólanna? Duga 10/100 kortið eða þau þráðlausu (ethernet?), eða þarf maður annað kort?

Vonandi getið þið tölvuspekúlantarnir hjálpað mér!

C. Monty Burns