Sælir Hugarar.
Vonandi er einhver á þessu áhugamáli sem getur leyst úr einu stk vandamáli hjá mér.

Ég byrjaði á því að setja upp XP á tölvuna mína, sem var með win98
Allt í lagi með það. Uppsetningin gekk eins og í sögu og ég formataði tölvuna mína til þess að tryggja betri harðan disk…
Ég komst inn í Xp og gekk það einnig eins og í sögu.

Síðan reyni ég að tengja mina tölvu við tölvu bróðir míns, við höbbinn og breyti einhverjum stillingum í network draslinu og þurfti þar af leiðandi að endurræsa tölvuna.

Ég geri það, og svo þegar ég reyni að komast inn í hana kemur blár skjár og á honum stendur nk;

A problem has been detected and windows has been shut down to prevent to your computer.

If this is the first time you´ve seen this stop-error screen,
Restart your computer (Ég gerði það….)
If this screen appears again, follow this steps;

Disable or uninstall any anti-virus, disk defragmentation or backup utilities . Check your hard drive configuration and check for any updated drivers.
Run CHKDSK /F to check for hard drives corruption, and then restart your computer.

Technical information:
Stop: 0X000000 24 (0X00190IFD, 0X80E937F0, 0XC0000102, 0X00000000)

ok. Ég veit ekki hvernig ég geri þetta hér fyrir ofan þetta Technical information því að ég kemst ekki inn í windows þegar ég restarta og ég hef ekki sett neitt upp á tölvuna, og ekki gert neitt sem á við hér að ofan…..
Safe mode valmöguleikarnir koma upp á skjáinn og ég hef reynt þá ALLA til þess að komast inn, en samt heldur þessi
BLUE SCREEN áfram að koma. Ég kemst þar af leiðandi ekkert inn og sit aðgerðarlaus og hugsa “hvað var ég að spá með því að setja XP inn” því að tölvan virkaði fínt áður.

Tölvan er Aopen, með COPPERMINE örgöfa, 10 GB harðan og hún er 550 mhz.

Ef það er einhver sem getur hjálpað mér við þetta, þá væri það snilldarlega vel þegið, því ég kemst víst lítið með þessar upplýsingar og mína litlu tölvukunnáttu…………….

Kv.
Gummi