Sælir hugarar, ég er einfaldlega ekki viss um hvar ég nákvæmlega ætti að spyrja þessarar spurningar þannig að ég bara prufa hér;)

Ég setti geisladisk í spilarann í bílnum hjá mér í gærkveldi. Svo óheppilega vildi til að tækið vildi ekki spila diskinn og neitar að skila diskinum. Það er sama hvað ég geri, diskurinn kemur bara ekki úr tækinu. Tækið er innbyggt í mælaborð bílsins þannig að það er ekki hlaupið að því að rífa tækið úr. Vitið þið um einhverjar leiðir til að ná helv. diskinum úr, aðrar en að fara í Toyota og byðja þá um að redda þessu (ábyggilega rándýrt)?
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)