Sæl öll!

Ég er í vandræðum með eitt í tölvunni og það böggar mig ólýsanlega mikið. Þannig ef þið gætuð hjálpað mér með þetta yrði ég mjög þakklát. Þannig er mál með vexti er að ef ég ætla að spila eitthvað file á netinu sem tengist sjálfkrafa Windows Media Player, þá getur spilarinn ekki spilað það. Þessi texti kemur alltaf upp:

Windows Media Player cannot play the file because the specified protocol is not supported. If you typed a URL in the Open URL dialog box, try using a different transport protocol (for example, “http:” or “rtsp:”).

Ég er búin að fara í options og plug-ins og þar er merkt við að styðja “öll” prodocol. Ég reyndi að gúggla þetta en fann ekkert sem hjálpaði mér.

Einu sinni virkaði þetta alltaf síðan einn daginn hætti þetta að virka. Vitiði hvað ég get gert í þessu? :/

Kv, Stjarna4
An eye for an eye makes the whole world blind