Sælir. Vildi athuga hvort fólk hér væri til í að gera mér greiða og leita á netinu að góðum fartölvutilboðum. Ég er í leit að góðri en sem ódýrustu fartölvunni.

Ég er til í að eyða allt að 120 þúsund fyrir tölvu. Um er að ræða skólatölvu en æskilegt væri að hún gæti spilað leiki (Football Manager er viðmiðið) á eðlilegum eða góðum hraða.

Kröfurnar sem ég geri er að það sé innbyggt númeraborð (NumPad) í tölvunni þar sem ég er mikið í bókhaldsverkefnum í Excel í tölvum. Sömuleiðis að það sé HDMI tengi á henni.

Ég geri litlar kröfur til stærðar á harða disknum, en vill ekki mini tölvu (Þessar 10-12“ eða álíka pínulítið). Krafa er að tölvan sé byggð á Windows 7 stýrikerfi.

Ég er búinn að vera að leita á fullu en er leita mikið að besta tilboði fyrirtækja. (Já, btw, hún má ekki vera notuð (”,) )