Fartölvan mín hefur tekið upp á því að hitna mjög mikið upp á síðkastið og viftan hefur verið með læti í kjölfarið.

Í dag slökkti skjákortið á sér, skjárinn varð svartur í 1-2 sek og í kjölfarið kom tilkynning: System has recovered.

Tölvan er tveggja og hálfs árs, notuð daglega.
Ég nota Windows Vista.

Ég hef aldrei hreinsað viftuna. Tölvan var að detta úr ábyrgð í janúar, svo ég þarf að gera það sem þarf sjálf.

Hvað get ég gert til að koma í veg fyrir að hún hitni svona?