Ég keypti mér Acer fartölvu hjá tölvulistanum fyrir einhverjum 3 vikum síðan.
á fyrsta degi byrjaði talvan að Restarta sjálfri sér, þ.e.a.s. skjárinn verður fyrst allveg blár með einhverjum hvítum stöfum, einhver teljari fer af stað sem telur uppí 100 og svo slökknar á henni og kviknar aftur.
þetta gerist kannski á svona klukkutíma fresti, og á algjörlega random tímum, fer ekkert eftir vinnuni sem ég set hana í.
Ég byrjaði að hringja í þá (á Egilsstöðum)en þeir svara aldrei í símann. Ég hringdi án gríns svona 20 sinnum á dag, í 3 daga og þeir svöruðu 2x af öllum þessum símtölum.
Ég var allavega beðinn um að koma með tölvuna uppá Egilsstaði svo þeir gætu sent hana í viðgerð.
“Gæti tekið allt að viku, við hringjum og látum vita” var sagt við mig. eftir 10 daga var ég orðinn frekar pirraður á þessu, hafði ekki heyrst boffs í þessum töppum þarna, svo ég hringdi í tölvulistann í Nóatúni og þeir sögðu mér að það væri verið að skoða tölvuna, þeir vissu ekki hvað væri að. 2 dögum seinna var ég í Reykjavík svo ég ákvað að koma svo ég ákvað að fara í Tölvulistann í Nóatúni og bað um að fá bara nýja tölvu. Mér var bent á að fara uppá verkstæði því þeir gætu gert inneignarnótu fyrir mig.
Þegar ég var kominn þangað sagði gæjinn að verkbeiðnin hafi bara komið inn fyrir 15 mínútum svo að þeir væru ekki einusinni byrjaðir að skoða hana, og gætu þ.a.l. ekki gefið út inneignarnótu.
Allavega svona viku síðar fékk ég tölvuna loksins í hendurnar og þá voru þeir búnir að strauja hana bara, samkvæmt miðanum sem fylgdi með henni.
Og um kvöldið þegar ég kveikti á henni þá byrjaði sama vandamál og var áður.
Í dag hringdi ég á Egilstaði, og fékk ekkert svar (kom svosem ekki á óvart) og hringdi svo í bæinn en gæjinn þarna gat ekkert gert. sagði að ég yrði að tala við Verslunarstjóra til að fá endurgreitt og hann væri ekki við.

Eru fleiri búnir að lenda í veseni í viðskiptum við þessa gæja ? ekkert smá leiðinlegt dæmi sko. Kaupi nýja tölvu, hún fer strax í fleiri vikna langa viðgerð og kemur svo eins og áður til baka, og svo er eitthvað vafamál hvort ég fái nýja tölvu / endurgreitt. Ég ætla allavega að láta heyra duglega í mér ef það verður eitthvað vesen að fá endurgreitt og hætta svo viðskiptum við þá.

kannast einhver annar við svipuð dæmi ?