Halló. Lenti í því um daginn að harði diskurinn hjá mér crashaði, fékk nýjan og náðist að bjarga flestum gögnunum, allt í lagi með það. Ég þurfti hinsvegar að setja öll lögin mín og það drasl aftur inn í iTunes af iPodinum og gerði það með hjálp Touch Copy forritsins. Vandamálið er að lögin komu öll inn í öfugri röð, en laganúmerin eru samt sem áður rétt. Þ.e. seinustu lögin af ákveðnum disk eru fyrir ofan þau sem eru fyrir. Í augnablikinu er fátt sem pirrar mig meira en þessi vandi og það væri vel metið ef einhver gæti sagt mér hvernig ég læt þau aftur í rétta röð.
(Reyndi að gúggla þetta en svörin þar voru annaðhvort óskýr eða mjög gömul.)