Sælt veri fólkið.

Ég er 13 ára gutti (fermist á morgunn) og ég fékk tölvu í fermingargjöf en á í vandræðum með skjákortið (að ég held) á móðurborðinu. Skjákortið heitir nForce og er innbyggt á móðurborðinu mínu. Móbóið heitir A7N266-E frá ASUS og er að því besta sem ég veit gefið út aðallega fyrir nýju AMD XP+ örgjörvana. En ensog ég saði er skjákortið að stríða mér því það virkar ekki með uppáhaldsleikjunum mínum, UT og CS (fyrir þá sem ekki vita Unreal Tournament og Counter-Strike). Ég er með mjög flott og hátt FPS í þeim en eftir stuttan tíma crasha leikirnir eða tölvan frýs. Ég er búinn að prófa allt, alla drivera sem ég finn, Vertical Sync On/Off breyta Virtual memory sem kortið fær…o.fl o.fl…

Getur einhver hjálpað mér?<br><br>±TbF±Dipper…