Sælt veri fólkið,

núna er ég að flytja heim til Íslands frá USA og langar mig að fá smá innsýn inn í “háhraða” tengingar á Íslandi. Það væri frábært að fá ráðleggingar ykkar hérna á Huga.

Ég er með u.þ.b. 1.5mb í download og eitthvað í kringum 300k í upload hérna úti og það er engin takmörk fyrir hversu mikið ég downloada á mánuði. Fyrir þetta borga ég $49.95 á mánuði. Ég er reyndar ekki með static IP. Þetta er svona dialup DSL eins og það er kallað með dynamic IP.

Er eitthvað í líkingu við þetta sem ég get fengið á Íslandi? Það getur verið að ég þurfi að vinna yfir internetið sem þýðir að ég þarf að downloada stórum fælum.

Spurningarnar sem væri gott að fá svör við eru:

1. Hversu mikill upload/download hraði?
2. Hvað kostar?
3. Er einhverjar hömlur á hversu mikið ég downloada á mánuði?
4. Er static IP inni í pakkanum?
5. Er þetta Loftnet, ljósleiðari eða m.ö.o. hvaða tækni er á bakvið?

Bestu kveðjur frá sólinni í Kaliforníu

- Cosmic