Sælir Hugarar

Ég er með eitt vesen sem er að bögga mig, sem er á turntölvu sem er með XP stýrikerfi. Vona að ég geti fengið einhverjar leiðbeiningar frá ykkur ;)

Það lýsir sér þannig, að alltaf þegar ég geri “Turn off computer” eða slekk á tölvunni með off takkanum, þá rístartar hún sér alltaf.

Hún hefur alltaf gert þetta, en hún er aðeins 5 mánaðar gömul. En til þess að slökkva á henni þarf ég alltaf að taka hana úr sambandi þegar ég er búinn að slökkva á henni (rétt áður en hún byrjar svo að rístarta)

Er þetta einhver stillingar fítus eða getur hún verið vitlaust tengd?
Kveðja Gunni Tromm