Það er mál með vexti að þegar ég var í tölvunni minni og var bara inná msn og það var reyndar frekar mikið álag á tölvunni. Þá byrjaði tölvan að frjósa eða hægja verulega á sér svo kom srtórt skerandi bíbb og hún fraus þannig að ég slökkti á henni.
Þegar ég kveikti á henni aftur þá var margt horfið úr tölvunni og mjö g lítið á Desktopnum en fann svo flest öll gögnin inn í annari möppu ég hélt að það hafi bara komið vírus og tölvan reynt svo að bjarga þeim með því að færa þau eitthvað annað.
Eftir það slökkti ég ekki á henni en svona sólarhring áhvað ég að restarta henni en þegar ég kveikti á henni aftur þá var mest allt horfið og ekki inn á sama stað til dæmis vantaði ýmis gögn eins og tónlistina Ég lét tölvuna standa um nótt þegar ég vaknaði þá hafði hún restartað sér aftur og þá var ennþá meira horfið.
Ég fór svo í tölvubúð og spurði um þetta. Hún kannaðist við þetta og sagði að þetta væri vírus sem skall á íu Desember og væri þannig vírus að hann myndi eiða mest öllu af desktopnum og myndi fela gögnin étg sagði að ég hafi leitað alls staðar líka í földum möppum, hún sagði að hann væri þannig að tölvan fynndi það alls ekki en sagði líka að það væri hægt að laga þetta og væri huggsanlegt að fá gögnin aftur.

En ég ætla samt að fá mér nýja tölvu því það er ýmislegt annað að sem er örugglega ekki hægt að laga

En kannist þið við þennan vírus og hafiðiu heyrt eitthvað meira um hann og hafiði kannski lent í honum ?
Vitið hvað hann heitir kannski

Takk

Kv Rímix