Heyriði, tölvuskjárinn minn er e-ð bilaður og alltaf alveg svartur… En ég reddaði því með því að tengja tölvuna með pga tengi við sjónvarp sem að ég á. En síðan ætlaði ég að reyna að horfa á þætti í tölvunni þá er VLC PLayer glugginn alveg svartur, þættirnir virka alveg og ég prófaði þætti sem að ég hef horft á áður í gamla skjánum en svo virkar það s.s. ekki þegar að ég reyni það í sjónvarpinu. Vitiði hvað vandamálið gæti verið og getiði hjálpað??