Hvað með að eyða nokkrum aurum í nýjan sæstreng til að tryggja grunntengingar milli Íslands og annarra landa. Er það eitthvað vitlausara en að eyða aurunum í virkjanir fyrir álver?

Ég reikna með því að símafyrirtæking og netþjónustur sjái svosem engan tilgang í því þar sem nú þegar er hægt að græða helling á núverandi tengingu. Þó svo að hún nái engan veginn að uppfylla þarfir notenda - og er langt frá því að vera nógu traust.

Annars væri nú vert að athuga - svona fyrst farið er að tala um samráð hingað og þangað, hvort að símafyrirtækin hafi nú tekið sig saman - í tengslum við sína hluthafa um að snarminka þjónustu sína við viðskiptavini sína sem nota tengingu við útlönd. Hvert á annars að tilkynna slíkt ef grunur leikur á að um samráð sé að ræða?