Nú er Microsoft aftur komið í réttarsalinn, en í þetta sinn eru það þeir sem eru að kæra. Þeir vilja meina að fyrirtækið “Lindows” sé að nota nafnið til að fá viðskiptavini til að rugla því við Windows. En hvað er þetta Lindows?

Lindows er nýtt stýrikerfi, byggt á Linux, sem getur keyrt Windows forrit. Þetta stýrikerfi á að vera ódýr valmöguleiki á móti Windows, frumútgáfa af því á að seljast á $99 en útgáfa 1.0 kemur ekki fyrr en í fyrri hluta næsta árs.
Með þessu vilja þeir sameina Linux og Windows og auka úrval hugbúnaðar fáanlegan fyrir Linux og þannig styrkja það. Þeir vonast til þess að eftir 1 1/2 til 2 ár muni kerfið geta keyrt mikinn hluta Windows hugbúnaðar.

Lesið meira:
http://www.lindows.com/
http://news.cnet.com/news/0-1003-200-7630640.html?tag=rltdnws
http://news.cnet.com/news/0-1003-200-8246647.html