Halló, ég var að færa til á hörðu diskunum mínum og taka til. Færa af einum utanáliggjandi disk yfir á tölvuna mína, efni sem mátti alls ekki tapast.

Ég færði það yfir á tölvuna og deletaði því svo af utanáliggjandi harða diskinum. Þá var ruslakarfan í utanáliggjandi harða diskinum ekki nógu stór til að rúma möppuna svo að ég þurfti að permenately deleta möppunni, sem ég gerði, því ég var búinn að færa möppuna yfir á tölvuna. Svo gerðist það náttúrulega að mappan skilaði sér ekki inná tölvuna í heilu lagi, eða það vantar eiginlega allt.

Er einhver leið til að fá möppuna aftur?