Er með internet frá Hive. Virkaði fínt í smá stund og svo fékk ég einhvern vírus í tölvuna. Vírusinn fór hamförum og rústaði helvíti mörgu, þar á meðal internet tengingunni. Vírusinn var fjarlægður og tölvan “straujuð” af kerfisfræðingi.

Núna þá virkar netið í smá stund en dettur svo út. En það dettur bara af browserum (t.d. Firefox og IE) en Utorrent og svipuð forrit halda áfram að virka. Þegar ég reyni að tengjast MSN t.d. þá kemur upp villu melding sem segir “Your DNS appears unable to resolve IP addresses”.

Ég er búinn að vera að reyna að googla þetta en virðist ekki fá nein svör sem virka fyrir mig :( Er einhver þarna úti sem kann að laga þetta?

Með von um svör:

Íva
Pain heals, chicks diggs scars, glory…………. lasts forever!