Mig vantar nýja fartölvu, ég veit alls ekki hvaða tölvu ég á að fá mér.

Ég var að velta fyrir mér að kaupa kannski apple tölvu (MacBook) en notendaviðmótið er auðvitað allt öðruvísi.

Svo ég spyr ykkur sem hafið reynslu af þeim, hvers vegna eru þær betri? Er notendaviðmótið eitthvað sem setur strik í reikninginn?

Eru einhverjar aðrar fartölvur sem þið mælið sérstaklega með? Hp kannski?


Bætt við 28. desember 2007 - 21:22
Það má kannski taka það fram hverju ég er helst að leita að.

Verðhugmynd: 150.000kr-

Svosem ekkert mjög dýr tölva. Hún er fyrir skólann, tónlist og myndir.