Þannig er mál með vexti að ég var að fá mér nýja tölvu um daginn. Á móðurborðinu eru fullt af outputum fyrir hátalara eða fyrir: Front speaker, rear speaker, center/subwoofer speaker og side speakers. Öll auka aoutputin virka fínt nema front speaker outputið en þar heyrist bara öðrum megin (svona eins og balance sé bara á öðrum hátalaranum). Ég er búinn að gramsa fullt í stillingum og finn ekki neitt þannig að ég spyr: Hefur einhver lent í þessu áður eða veit hvað er að?