Ég veit ekki hvað er að flakkaranum mínum :/ Ég er tiltölulega nýbúin að kaupa hann, hann er 320 gb og er keyptur í At (@) búðinni í Lindarhverfinu.
Ég nota hann frekar oft og notaði hann seinast í morgun þegar ég var að færa kvikmyndir yfir á hann úr tölvunni. Ég slekk síðan á honum, aftengi hann og set hann í töskuna mína í þeim tilgangi að fara með hann til mömmu og setja kvikmyndir inn á tölvuna hennar.
Þegar þangað er komið tengi ég hann eins og venjulega og kveiki en ekkert gerist! Hann virðist vera ónýtur?? Ég verð BRJÁLUÐ ef að allt efnið á honum er horfið! Ég er sko búin að fylla yfir 200gb á honum …
Hafiði hugmynd um hvað þetta gæti verið? Ef hann er ónýtur er ég þá búin að missa allt sem er á honum? Hver sér um að laga svona?