Sko, Þannig er mál með vexti að hérna heima erum við með 4 tölvur, mína, bróður míns, systur minnar og kærasta hennar, og allar þurfa þær að vera með netið á sama tíma. Routerinn okkar er fjögurra porta SpeedTouch router frá Hive. En þar sem port nr.4 virkar ekki fyrir Internetið, þar sem það er fyrir ADSL sjónvarpið, Skjáinn, erum við með átta porta Hub líka. Tengjum úr porti 1 úr routernum í port númer 1 á hubnum, svo tvær tölvur á sithvorum staðnum (tvær í hubnum og tvær í routernum). Þá eru allir á netinu á sama tíma og allir ánægðir.

En þegar á að deila tónlist, bíómyndum, þáttum eða leikjum á þessu Networki okkar þá fara málin að vandast. Því tölva númer 1 sér ekki neitt sem hinar eru að deila, tölva númer 3 sér allt nema tölvu númer 4, og tölva númer 3 sér bara tölvu númer 2. Þetta er bara Random hver sér hvað að því er virðist.

Þá kemur mín spurning, hvernig á að tengja þetta til að allir geti farið inná skrár sem hinir eru að deila?
Börn eiga að sjást en ekki heyrast.