Varð nú ekkert lítið svekktur með tölvulistann í gær. Nú ætla ég alls ekkert að fara að skíta þetta fyrirtæki út, alls ekki. Ég fór þarna í góðu yfirlæti og ætlaði að kaupa HD Ready flakkara. Var mikið að gera og ég tók númer. Og beið og beið og beið. Svo 40 mínútum seinna var komið að mér en nei. Þá var flakkarinn ekki til.. Damn! Beið þarna í 40 mínútur fyrir ekki neitt!!

Tölvulistinn er samt allveg ágætis fyrirtæki og allt. Bara maður nær ekki tali af starfsmanni þarna nema taka númer. Afgreiða bara eftir númerum og tala ekki við mann fyrr en komið er að manni og þá er varan ekki til sem maður ætlar að kaupa.

Varð bara að koma þessu út úr mér.
Cinemeccanica