Þannig er mál með vexti að ég breytti um password í borðtölvuna mína og hafði það óvart með íslenskum stöfum. En þegar ég slökkti seinast á tölvunni var lyklaborðið á ensku þannig að þegar ég ætla að logga mig inn virkar passwordið ekki því það er með íslenskum stöfum. Þannig ég ætla að byðja einhvern góðhjartaðan hugara að segja mér hvernig ég breyti language með lyklaborðinu. E.S. ég hef lennt í þessu áður og náð að breyta tungumálinu en ég er alveg búinn að gleyma hvernig maður breytir þessu.