Þá er ég að meina ekki utanvert heldur í hátölurunum. Geðveikt suð og ekki eitthvað venjulegt “duuuuuuuu” sem ég gæti vanist. Heldur eins og einhver sé að byggja fjölbýlishús í tölvunni minni. Óreglulegt suð sem fer ógeðslega í taugarnar á mér. Ég leysti þetta þannig að ég fór í Volume í Accessorise og Entertainment og lækkaði alveg í næstum botn. 5% styrk og hækkaði í botn utan á hátölurunum. En þá get ég ekki spilað hærra en svona 2 decibel.

Þetta er alveg skelfilegt, sérstaklega að horfa á myndir, er eitthvað að hljóðkortinu?