Ég þarf að setja upp mail server heima hjá mér til að sjá um
póst á einu domaini, ég er núna að keyra Windows ME og kem væntanlega til með að skipta yfir í 2000, eða Linux. Verð með ADSL tengingu, og er að leita núna að mail server (helst ókeypis) til að sjá um þetta, allar tillögur væru vel þegnar. Það væri einnig mjög þægilegt ef fylgt gætu með leiðbeiningar um hvar væri best að fá sér ADSL.

Mail serverinn þarf að styðja POP (eða amk vefviðmót)