ég er búinn að vera að downloada leikjum sem að ég þarf að setja upp með daemon tools.
Ég sótti m.a. The Punisher. Hann er 3 diskar.
Ég mountaði alla 3 diskana og installaði, ég fiktaði eitthvað með crackið (unrar-aði það m.a.) en þegar ég reyni að opna leikinn þá er ég alltaf beðinn um að setja CD1 í drifið en samt er ég með .cue skrána í CD1 foldernum mountaða.
Getur einhver sagt mér hvað ég get gert í þessu

og ef það skiptir einhverju máli (hvað það varðar að hjálpa mér við þetta): þá eru 3 folderar. 1 fyrir hvern CD og í hverjum og einum folder er ein BIN file, ein CUE file og ein SFV file. Í foldernum sem að CD folderarnir eru, þar er ein skrá sem að heitir pun.exe (ég held að það sé crackið). Og í Punisher foldernum í Program Files er ég með rar-aða crackið, aðra svona pun.exe skrá, einn updatelauncher, readme skrá og svo bara eitthvað data. Og við hliðina á Punisher foldernum í Program Files (þ.e.a.s. eftir að ég fer inn í folderinn merktan útgáfufyrirtækinu í Program Files) er Punisher.exe (sem að setur leikinn í gang)


Ég væri mjög þakklátur ef að einhver gæti hjálpað mér.