Ég var að kaupa mér snúru til þess að tengja tölvuna við sjónvarpið (S-video í Scart) og ég fæ alveg mynd nema að ef að ég bíð í smá stund þá kemur svona gulur blettur á hægri hliðinni á sjónvarpinu. Hann fer ef að ég skipti um stöð og bíð í smá stund eða ef að ég slekk á sjónvarpinu. Veit einhver hvernig ég gæti losnað við þennan blett? Þetta er alveg helvíti pirrandi og ég held líka að þetta sé ekkert að fara mjög vel með sjónvarpið mitt…

Bætt við 29. desember 2006 - 23:04
haha, djöfulsins bull. Skipti bara um desktop mynd og þá hvarf þetta….