Sælir,

Ég er í smá vandræðum með vinnsluminni hér…

Ég keypti mér 1gb kubb í tölvuna eftir að 512 kubburinn minn eyðilagðist. Þegar ég setti þennan 1 gb í tölvuna þá virkaði hann ekki með 256 kubbinum sem ég var líka með í tölvunni, þó að 512 hafi virkað með 256'aranum. Allavena, ég fjarlægði 256 kubbinn og þá virkaði 1gb kubburinn.

Nú, þegar ég fer í My computer og hægri smelli og fer í “Properties” segir það þar að tölvan sé með 1GB vinnsluminni, eins og það er í tölvunni. En í dag þá setti ég tölvuleik sem vinur minn var að kaupa sér í tölvuna mína og reyndi að fara í hann en þá stóð “Not enough virtual memory to run the game. Your system total paging files must be at least 768MB. Please consult the manual that came with your OS.” En ég er með 1gb minni sem á að vera nóg í þennan leik… og svo þegar vinur minn fór heim til sín og setti þetta í tölvuna hjá sér þá gerðist þetta ekki… Hann er líka með 1024 mb minni.

Svo spurning mín til ykkar er hvort að minnið sé eitthvað gallað eða hvort það þurfi að setja það upp eða whatever…


Fyrirfram þakki