Ok svona er mál með vexti að allt í einu kemst ég ekki inn í tölvuna, alltaf þegar ég kveiki á henni kemur þarna boot dótið eins og venjulega,

síðan þegar log in screen á að koma verður allt svart í smá tíma og síðan restartar hún sér og þá kemur þessi spurning um hvort ég vilji starta normal, Last known good settings og safe mode

ef ég vel normal eða last known good settings þá gerist sama sagan, en ef ég vel safe mode kemst ég alveg inn í hana… er með góðan skjá, hefur aldrei neitt komið fyrir áður fyrr en allt í einu núna, gerði ekkert óvenjulegt.

ef ég fer i restore point i safe mode þá skiptir það engu verður alveg eins, veit einhver hvað er að…