Já, ég hélt að maður væri búinn að standa af sér meirihlutann af þessum keðjupóstssendingum. En svo virðist ekki vera, hef núna á stuttum tíma bæði fengið nokkur e-mail og nokkur msg þar sem mér er sagt, bæði á ensku og íslensku, að ef ég sendi þetta ekki til 18 manns eða eitthvað þá þurfi ég að fara borga fyrir msn frá og með sumrinu 2006. Eins og margir vita gekk svona póstar á milli manna fyrir hálvu ári eða svo, en ekkert gerðist þá, þrátt fyrir að ég hafi ekki sent þetta neitt, en þessir póstar sem eru núna eru s.s. að segja mér að þetta hafi verið satt. Manni er bent á að fara á msn.com og sjá sjálfur.

Ef þetta er satt er þetta örugglega mesta vittleysa sem ég hef á æfinni heyrt, afhverju getur enginn linkað inná þessa frétt á msn.com? sennilega af því að hún er ekki þar.

Ég ættla ekki að taka þátt í svona vittleysu, ég vill benda mönnum á að microsoft auglýsir msn live messenger sem “free online instant messenger,” afhverju ætti ég að vera hræddur um að þurfa borga fyrir hann?

svo langaði mér líka spurja. í skilaboðunum er sagt að msn hnappurinn mans verði blár ef maður fari eftir skilaboðunum. Hvaða hnappur er þetta eiginlega og er einhver sem hefur farið eftir þessu og séð hnappinn sinn verða bláann?

Bætt við 11. september 2006 - 14:26
og já, kanski sem fer mest í mig er hvað það eru margir sem trúa þessu og eru að standa í því að senda fólki þetta…