Ég er í smá vandræðum með eina tölvuna á heimilinu. Þetta er Mitec fartölva með windows 2000 pro.

Málið er að hún bilaði núna um daginn og það var skipt um harðan disk, ég var ekkert inní því máli og veit því ekkert hvað var að þá, sem breytir svosem engu.

En eftir að hún kom úr viðgerð og nýji harðidiskurinn kominn í þá virkar ekki hljóðkortið.

Það er ekkert sér hljóðkort í tölvunni, heldur bara það sem fylgdi með henni upprunalega.

Ef maður reynir að spila einhvern hljóð file, þá segir hún bara að það sé ekkert hljóðkort.

Ég var að halda að það vantaði bara driver fyrir hljóðkortið, ekki það að það hjálpi mikið því ég get ekki fundið út hvernig maður fær nýjan driver.

Vona að einhver geti hjálpað