Vilt þú hjálpa til við uppbyggingu á stærstu flokka leitarvélinni á íslensku?


Hvað er flokka leitarvél?
Flokka leitarvél er t.d. Yahoo directory, ef þú kannast við hana þá veistu um hvað málið snýst.
Ef ekki, þá snýst málið einfaldlega um að vefsíður eru skráðar eftir efni í þar til gerða flokka.

Okkur vantar ritstjóra.

Starf ritstjóra er að yfirfara vefskráningu, samþykkja skráð efni (vefsíður) og samþykkja skráninguna ef hún er í samræmi við reglur. Vefsíðu eigandi eða aðili á hans vegum sér alfarið um skráninguna sem slíka og þarf ritstjóri ekki að leita eftir og skrá efni.

Kröfur sem gerðar eru til ritstjóra eru:
Að viðkomandi sé vel máli farin/n, hafi aðgang að tölvu og internetinu.

Þar sem algengt er að vefsíður finnist um ísland eða um íslenkst efni á erlendum tungumálum/vefsíðum, þá er það kostur ef ritstjóri skrifar reiðbrennandi eitt eða fleiri af eftirfarandi tungumálum, Ensku, Dönsku, Norsku, Sænsku eða Þýsku.

Leitað er að minnst 3-5 ritstjórum fyrir hvern flokk.
Hafir þú áhuga eða veist um einhvern sem hefur áhuga á að taka þátt í að byggja upp öfluga
leitarvél sem verður markaðssett á internetinu, af aðilum er gerþekkja markaðssetningu á internetinu, þá er um að gera að hafa samband.

Hvernig þú hefur samband.
Þú einfaldlega fylgir þessari slóð, http://vefurinn.info/helpdesk/ticket.html fyllir út umbeðnar
upplýsingar og velur Deild ,,Guli Vefurinn” Efni ,,Ritstjórn”.
Skrifar svo nokkrar línur um:
Ástæðu þess að þú vilt taka þátt.
Hvort þú hefur reynslu af sambærilegum störfum. (reynsla ekki nauðsynleg)
Flokk eða flokka sem þú óskar eftir að ritstýra. (nóg er að nefna aðalflokk)
Ef þú ert með puttana í einhverri vefsíðu, að láta þá einnig slóð á þá vefsíðu fylgja með.
Þér verður síðan svarað eins fljótt og kostur er.

En áður en þú hefur samband, endilega skoðaðu vel flokkana og finndu þann flokk sem hentar þér best.

Launakjör.
Meðan ritstjóri er virkur og sýnir áhuga, þá fær viðkomandi fullan ókeypis aðgang að kortavefnum www.ecard.vefurinn.info og eina ókeypis texta auglýsingu á Gula Vefnum fyrir eigin vefsíðu.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

F.H. Vefstjórnar http://vefurinn.info
Bjarni