Ég verð nú bara að segja það að Gamedome okri soldið mikið. Heima hjá mér kostar 1,15 kr. að vera á internetinu í 1 mín. fyrir 19:00.
Eftir 19:00 kostar 0,75 kr. Þú mátt vera á internetinu þarna og líka spila leiki á internet server eða einhvers konar server sem þarfnast notkunar símalínu. Það kostar 500 kr. að fá aðgang að tölvu í 1 klst eða 60 mín. Eins og ég sagði áðan kostar mín. 1,75 fyrir 19. Gamedome er ekki opið eftir sjö á kvöldin eins og allar aðra verslanir Kringlunnar. Þannig að það kostar 69 kr. að vera á internetinu í klst. Svo er það náttúrulega notkun á tölvunni og ef þú spilar einhvern leik þá er það líka notkun á honum og með tímanum þarf að fara endurnýja. Svo getur líka verið að eigandinn sé að ná upp kostnaðinum sem fór í að koma búðinni eða tölvuverinu upp. Samt finnst mér þetta of mikið og líka ættu þeir að borga minna sem fara bara á internetið. Ég geri oft bull úr hlutum svo hvað finnst þér??
