ég var ekki alveg viss um hvert ég átti að senda þetta þannig að ég sendi þetta bara hingað.
málið er að ég er með móðurborð sem er með innbyggt skjákort. skjákortið er núna orðið dáldið gamalt þannig að ég fékk gamla skjákort vinar mins sem ég setti í vélina. en svo virðist sem að það verða einhverjir driver-a conflictar þar sem ég er með alla driver á móðurborðsdisknum, þar á meðal skjákortsdriver. síðan formattaði ég, tengdi nýja skjákortið í og þá bað hún ekki um móðurborðsdiskinn í formöttunar setup-inu (sem hún gerði með gamla skjákortið tengt).
allt í lagi með það og ég setti diskinn með driver-um fyrir nýja skjákortið í drifið og setti upp driver fyrir það. en svo virðist sem að skjákortið vildi ekki virka sem skildi(gat ekki spilað suma leiki sem ég gat spilað á gamla og gat ekki verið með sömu möguleika og vinur minn gat þegar hann notaði skjákortið hjá sér).
einnig þegar ég reyndi að setja upp tölvuleik sem að ég gat ekki spilað nema á geforce 3 og yfir á þessu skjákorti sem er geforce 4.
þannig að ég tengdi gamla skjákortið aftur og þá komst ég að því að “nýja” skjákortið var nú eitthvað að virka þar sem ég gat ekki spilað call of duty united offence á gamla en gat spilað það á nýja.
þannig að ég var að pæla hvort að ég geti gert eitthvað í þessu eða þurfi að fá mér nýtt móðurborð eða eitthvað.
btw. þá veit ég voðalega lítið um móðurborð.
