Ég er ekki sá besti á tölvur og ég get vanalega náð að bjarga mér úr öllum vandamálum sjálfur á endanum. En nú er annað vandamál í gangi hjá mér, ég er með folder sem kallast StarGate og jú það er kvikmynd og inní honum á að vera myndin sjálf. Nemakvað ég get ekki opnað folderinn og ég get ekki deletað foldernum venjulega, fæ bara access denied. Ég reyndi að fara í cmd og gera “Rd /q /s StarGate” til að reyna að eyða því en þá fæ ég bara skilaboðinn “Data Error<cyclic redundancy check>.”
Ég væri ekki að gera svona mikið mál úr þessu ef þessi folder væri að lagga tölvuna mín til helvítis, ég er kannski að horfa á kvikmynd og þá frýs myndin í svona 5 sec og heldur áfram, frekar pirrandi.

Ef einhver hefur einhver ráð fyrir mig þá eru þau ráð vel þeginn.

p.s. ég hef reynt að quarantina þetta með norton antivirus og það virkar heldur ekki.