Þetta byrjaði bara að gerast einn daginn þegar ég kveikti á tölvunni minni, ég kveikti á leik sem krefst góðrar tölvu (Far Cry heitir hann), þetta er ekki eins og hökkt(lagg), þetta lýsir sér þannig að leikurinn stoppar á 30 sekúndna fresti og það er ótrúlega pirrandi, ég er að spila hann með alla grafík á í medium, og þetta gerist í öllum leikjum sem ég á, t.d. Half-Life sem er eldgamall og krefst ekki góðrar tölvu. Ég hef spurt á útlendum hardware síðum og mér var sagt að þetta gæti verið harði diskurinn, að hann snúist þá ekki almennilega. Einhverjar tillögur hér?

Tölvan mín:

Geforce 4 TI4600
Creative 5.1 surround kerfi og Creative SBLive hljóðkort
AMD Barton 2800+
512mb minni
Eitt 50 hraða geisladrif, 40 hraða skrifara sem er líka 52x geisladrif og 16x DVD drif,
17" Proview skjá
Raflínutengingu(tengir sig í gegnum rafmagn við netið)
Floppy drif,
Logitech lyklaborð, Microsoft mús(þráðlaus)