Svo er víst mál með vexti að ég var í tölvunni minni áðan e-ð að vafra á netinu og eins og þruma úr heiðskýru lofti birtist upp á skjáinn að tölvan ætli að slökkva á sér eftir 60sek út af RPC, eða Remote Procedure Call. Síðan stendur þessi vírus, eða error eða hvað sem þetta er við sitt auðvitað og slekkur á tölvunni eftir 60sek. Síðan þegar ég kveiki á tölvunni kemur þetta alltaf aftur. Þetta virðist vera e-ð tengt msn, ef ég sleppi því að signa mig inn þar, þá virðist ég geta sloppið við þetta, eins og núna, þá gæti ég ekki hafa skrifað þessa grein, enda er ég ekki á msn.
Ég veit ekkert hvað ég á að gera! Kannast einhver við þetta?