Flestir hafa séð Terminator myndirnar, enda eru þær sannkallað listaverk. Þær sýna áhorfandanum frekar óskemmtilega mynd af því hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Mennirnir hanna ofur-varnar tölvur og stríðsvélmenni. En er það svo fjarri lagi?
Það er ekkert svo langt síðan Japanir notuðu vélmenni í mannsmynd til byggingaframkvæmda. Tölvur sjá að miklu leyti um varnarmál bandaríkjanna. Hvernig vitum við að þeir séu ekki að þróa eitt alsherjar gervigreint tölvukerfi, vilji frekar senda vélar en lifandi menn í stríð? Þetta er ekki svo fjarri lagi. Þótt það sé nú ekki líklegt að vélarnar tæjku yfir er samt sem áður gott að hafa þetta í huga.