Ég vill vekja athygli á því að ef að þú ert að fara kaupa tölvu þá áttu ALLS EKKI að versla hana hjá TÖLVULISTANUM. Ég keypti mér tölvu þar upp á 300.000kr og var voða spenntur yfir því að fara heim og prófa hana. Þegar ég kom heim þá byrjaði talvan að blikka skjánum, ég fór með hana í viðgerð og náði í hana daginn eftir. Þegar ég kom með hana heim fór ég að setja það helsta í hana og…nei nei byrjaði hún ekki aftur að blikka helvítis skjáum. Ég restartaði henni og komst ekki í hana meira því harðidiskurinn var hruninn. Ég fór með hana aftur til þeirrra og sagði þeim að þetta gengi ekki. Þeir sögðust ætla að byggja hana nýja frá grunni. Ég náði í hana nokkrum dögum síðar en sama vandamálið kom upp. Skjárinn byrjaði að blikka. Enn einu sinni fór ég með hana og þá fékk ég þá skýringu að skjákortið og móðuborðið passaði ekki saman. Þeir létu mig hafa sjákort upp á 50.000kr og nú er hún búin að vera í lagi í nokkra daga nema ég kemst bara stundum inn í harðadiskinn. Einnig hef ég heyrt um að TÖLVULISTINN sé að selja eftirlíkingar.