Ég og fjölskyldan mín á þrjár tölvur, þær eru Power Macintosh G3
og tvær Windows 2000 Professional.
Windows tölvurnar eru aðallega notaðar fyrir vinnu, þar sem að
foreldrar mínir keyptu þær á þeim forsendum, en Macintosh er
eiginlega ekkert notuð á okkar heimili lengur, þar sem að nokkuð langt er síðan við keyptum Windows tölvurnar.
Þegar ég var í matarboði hjá vinafólki foreldra minna um daginn, byrjaði ég að skoða tölvuna þeirra.
Þetta var venjuleg Windows 98, nema hvað að það var hægt að spila eitthvað rosa mikið í henni og ég og pabbi vorum ennþá að reyna að ná að spila eitthvað svona í Windows 2000.
Mér fannst þetta nokkuð skrítið út af því að við vorum með nokkuð góða spilara í okkar tölvum en við þurftum að dílíta nokkuð miklu af gögnum og dánlóda tveimur spilurum.
Er þetta bara bull í mér eða ætti okkar tölva(Windows 2000 Professional) að geta spilað dótið sem við reyndum að
spila með einhverjum af þrem spilurum.
Yaina