á næstu árum verður það þannig að bluetooth tekur nánast yfirhöndina í heiminum… það er ekki bara þráðlaus handfrjáls búnaður á farsíma. þetta verður í öllu….ÖLLU!

þetta verður á matvælaumbúðum. þær segja ísskápnum þegar maturinn er að fara fram yfir síðasta söludag. hvað er mikið til í hverju og svo framvegis.

þetta verður á bílunum ykkar. það verður enginn lykill… bara eitthvað tæki sem er sími, palm, lykill að húsinu/bílnum.

þetta verður á þvottinum….bráðum fara karlmenn að geta þvegið þvott:) þvotturinn segir vélinni hvað má þvo hann í miklum hita og hvernig hann er á litinn. ef allar flíkurnar passa ekki innan þess ramma sem vélin á að þvo á þá fer hún ekki af stað…

það er hægt að gera nánast allt með bluetooth. svo einfalt en samt svo mikilfenglegt………..
……….það er af sem áður var……….