Málið er einfaldlega það að ég er að skoða núna næstu kaup í tölvumálunum hjá mér… það sem ég er að velja á milli er að öppgreida borðvélina mína (er núna með 1800xp, 512 mb sdram, 40 gig HD, geforce mx440 og 19“ skjá), það sem ég hafði hugsað mér að bæta við þessa vél er raid kort, 2x ca. 80 gig HD neð 8 mb bufferum, 512-1024 mb ddr, 21” skjár og nýja ati 9700. Samtals gerir þetta sona c.a. 200-30 þús… en málið er samt það að mér langar líka alveg heavy í nýjan laptop sem mundi kosta mig svipaðan pening (er núna með 500MHz, 128 mb, 4 gig, HP xe3 vél)… Ég nota vélina mína lang mest í myndvinnslu (photoshop og svo einhver þrívíddarvinnsla þegar ég er sem duglegastur) og svipað, ég er (því miður :) byrjaður að spila tölvuleiki aðeins aftur en samt ekkert það mikið (þá spyrja kannski einhverjir “hví valdi hann þá ati kortið sem er auðvita aðallega fyrir leikjafíkla?” …well, just because, OK!") … allavega, þá langar mér að vita hvað þið þarna úti sem notið vélina ykkar kannski í svipaða hluti munduð gera í mínum sporum… og þá hvernig laptop þið mælið með og afhverju? og veit einhver afhverju Sony Vaio vélarnar eru ekki seldar hérna heima á klakanum?

Kveðja, Mjög svo undecided DamienK