ÉG er að fara að fá mér fartölvu núna fyrir skólann og hef því verið mikið að spá og spuglera. Ég get keypt mér tölvu fyrir allt að 250þús. en þori varla að fjárfesta þar sem ég hef svo lítið vit á þessu. Eina sem ég get einblínt á eru tölurnar, þ.e. stærð harðadisksins, minnisins, örgjörvans, skjásins o.s.frv. en ber því miður samt ekkert skynbragð á það hvort þetta sé eitthvert drasl merki. Ég tók eftir að það var nokkuð gegnum gangandi að tölvurnar í þessum verðflokki væri svipaðar þessu dæmi:

Thinkpad A31:
P4 örgjörvi 1,6 GHz
256MB minni
40 GB harður diskur
15” skjár
DVD/CD-RW sambyggt drif
279900.-

EN síðan rakst ég á þessa tölvu á Tölvuvirkni.net og fannst það frekar lygilegt:

XBOOK :
P4 örgjörvi 2GHz
512 MB minni
40 GB harður diskur
15” skjár
DVD/CD-RW sambyggt drif
197429.- (st.gr.)

Mér finnst þetta nú eiginlega of gott til þess að vera satt, það hljói eitthvað að vera á bakvið. Þess vegna spyr ég nú alla sljálfskipuðu tölvusérfræðinganna þarna úti á huga: Er þetta eitthvað drasl, ætti ég að kaupa hana? Hún virðist vera miklu betri en…