Ég er að spá í að kaupa mér fartölvu og þessi tölva, HP Omnibook XE3, er á ágætu verði og virðist vera í fínasta lagi.

Hins vegar er ég algjörlega ónæmur á hvað er gott og vont í tölvuheiminum og veit bókstaflega ekkert í minn haus þegar kemur að tölvukaupum! Ég veit að það er DVD-drif á þessari tölvu og að ég get notað Word á henni; that's about all I need.

Ég býst við því að ég vilji bara athuga hvort það sé einhver góð ástæða fyrir því að kaupa þessa tölvu ALLS EKKI! Ef engin ástæða finnst, þá held ég að ég drífi mig bara í að fá mér hana! :)

HP Omnibook XE3
Intel Celeron 1,13 GHz örgjörvi
256mb minni
3,5” disklingadrif
20 GB diskur
DVD drif
Innbyggt 56k modem,10/100 netkort
15” TFT skjár
Lilon rafhlaða
Windows XP home
2 ára ábyrgð
Verð: 159.900 kr.