Jæja nú á að versla fartölvu...hvað skal kaupa?? Sælir Hugar,

nú er ég að flytja til Íslands (frá USA)ætla ég að versla mér laptop áður en ég kem. Ég er búinn að skoða mikið á internetinu (aðallega að lesa reviews á Cnet.com) og einnig hef ég kíkt aðeins í búðir. Ég er að leita mér að svokallaðri desktop replacement fartölvu þannig að hún þarf að hafa slatta power og a.m.k. 15" skjá. Ég vil P4 M (Mobile) örgjörva og 512Mb+ RAM. DVD CD-RW combo væri næs en ekki skilyrði. Það væri gamað að heyra álit ykkar á bestu vélunum í dag miðað við verð.

Af því sem ég hef skoðað þá líst mér best á Gateway 450XL og 600XL vélarnar. Þær koma hraðast út í prófunum og eru á góðu verði miðað við samkeppnisaðila. Compaq og Dell fá ágætis dóma líka og eru inni í myndinni ennþá. Hins vegar er ég búinn að útiloka HP(Langar ekki í),IBM(of dýrir),Sony Vaio(eitthvað Windows sound system dótarí) og Toshiba(ekki hægt að installera Linux, Windows based bios) af listanum mínum.

Tvær spurningar eru mér ofarlega í huga:
1. Hvernig eru AMD og Celeron örgjörvarnir í fartölvunum að standa sig? Eru þeir þessi virði að kíkja á?
2. Er mikill munur á hraða á P3 og 4 og á 1.6ghz eða 1.8ghzP4? Er þessi munur allt að 400 dollara virði?

En eins og ég hef sagt fyrr að þá líst mér best á Gateway í augnablikinu og ætla ég út í búð á morgun til að prufa svoleiðis græju. Kannski mun ég skipta um skoðun við það. Mun segja ykkur niðurstöðuna en á meðan, endilega komið með ykkar reynslusögur og ráð.

Bestu kveðjur frá Kaliforníu,
- Cosmic