Mannasiðir á Internetinu? Ekki fyrir svo löngu síðan kom það uppá að ég og góður vinur minn fórum að tala um mannasiði á internetinu. Þetta fór af stað yfir því hvað við vorum báðir sammála því hvað hugarar geta verið með mikið skítkast stundum. Þetta er ekki alltaf raunin en er nokkurnveginn staðreind, sem er nokkuð svekkjandi. Við vorum líka nokkuð sammála um það að Íslenska nörda samfélagið er frekar hrokafullt. Ég verð sjálfur að viðurkenna það að ég er stundum sjálfur frekar ókurteis. Ég reyni þó oftast að halda rónni og koma með virðuleg svör við spurningum og/eða greinum.
Hér á huga hefur myndast sú hefð að gera lítið úr þeim sem eru með lélega stafsetningu og þykir mér það freakar leitt. Ég tildæmis er með ekkert alltof góða stafsetningu og orðaforðinn minn er frekar takmarkaður. Það er ekki bara stafsetningin sem er gert mál yfir, stundum er það bara rangt orðaval sem veldur svaka rifrildum, það má ekki taka hlutina of bókstaflega. Ég viðurkenni það alveg að það er alveg óþolandi að lesa greinar sem eru yfirfullar af stafsetningar villum. Þetta geta verið insláttar villur, stafsetningar villur, málfræði villur og eins og ég sagði hér fyrir ofan rangt orðaval.
Elítan hér á huga virðist ekki gera sér grein fyrir því að hér ríkja engin aldurstakmörk, það er enginn kynþátta mismunun, eina sem þarf til er kennitala. Lesblindir hafa kennitölur, útlendingar hafa kennitölur og þroskaheftir hafa kennitölur. Ef ég væri þroskaheftur mundi ég ekki senda inn greinar á huga.
Þó að það séu engar skriflegar reglur yfir mannasiði hér á huga og restini af internetinu, þá þarf fólk að gera sér grein fyrir því að eru óskrifaðar reglur yfir mannasiði. Þetta gerir elítan sér ekki grein fyrir. Kanski gerir hún sér grein fyrir því, en þá er henni alveg sama. Ég hef tekið eftir því að nörda samfélagin má skipta niður í nokkra flokka. Reyndar er Ísland alveg flokkur út af fyrir sig en það skiptir engu máli, þessir flokkar gilda hvar sem er. Bara svona svona í gríni langaði mig að brjóta þetta aðeins niður.

Númer eitt eru Linux eða Unix nördar, þeir eru leiðinlegir. Þetta vita flest allir og þetta er almenn vitneskja út um allann heim. Ég veit ekki af hverju þetta er svona, kanski er svona mikið álag á þessum Linux gaurum þvi að þeir eiga að vera svo miklir snillingar og fullkomnunar áráttan er í hámarki. Það gæti verið eitthvað sem ég hef verið að miskilja þetta lið en ég er nokkuð viss um að ég hafi rétt fyrir mér.

Númer tvö eru Makka menn, þeir eru eins og tvíeggjað hnífsblað. Af hverju er það? Í fyrsta lagi er það út af því að PC gaurar eru leiðinlegir við Makka menn, það eru til dæmi um að krakkar hafi orðið fyrir einelti út af þessu í skólanum sínum. Ég á eina gamla LC tölvu heima hjá mér, en varð aldrei strítt yfir því. Mér finst hún reyndar vera í klassa út af fyrir sig, og þykir mér ekkert verra að skrifa ritgerð á henni heldur en á nýju PC tölvunni minni. Makka menn eru hinsvegar alveg yndislegir við hvorn annan, það ríkir ákveðinn velvilji sem sést hvergi annarstaðar. Ég öfunda þá alveg rosalega…

Svo eru það við PC gaurar. Við höldum því fram að við séum bestir þó að við vitum það innst inni að við erum bara aumir amatörar. Við erum oftast leiðinlegir við flesta, nema við þá sem er í afmarkaða vinahópinum okkar. Við erum eins og blanda af Makka mönnum og Linux mönnum. Samt í raun ekki því að við erum svo fjölbreitnir, það er erfitt að vera PC gaur. Við öfundum þá sem nota ekki PC og gerum grín af þeim og útilokum þá frá okkar helga samfélagi. Í raun erum við bara að einangra sjálfa okkur.

Svona í lokin langar mig að minnast aðeins á það að ég er ekki sálfræðingur né félagsfræðingur. Þetta er bara persónuleg skoðun mín. Ég er ekki góður í stafsetningu. Ég trúla!
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*