Sælt veri fólkið.

Ég vil benda á frétt Morgunblaðsins í dag um að Skífan muni fara að gefa út geisladiska sem eru læstir svo erfiðara sé að afrita þá (http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=795544) .

Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem gefin var út af Norðurljósum í samstarfi við: Samtök flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Samtök tónskálda og eigenda
flutningsréttar og eru helstu rök þeirra minnkandi sala á
geisladiskum. Samhliða þessum breytingum ætlar Skífan að lækka
verð geisladiska um 9%.

Ég vil minna á að í byrjun desember hækkaði Skífan verð á
geisladiskum um 200 kr.
(http://www.mbl.is/mm/go/gagnasafn/grein.html?radnr=605376) auk
þess að hækka heildsöluverð þeirra um 9% þann 10.5. 2001
(http://www.mbl.is/mm/go/gagnasafn/grein.html?radnr=567923). Ég
mundi gjarnan vilja hafa aðgang að sölutölum Skífunnar til að
sjá hvort að salan hafi ekki minnkað í réttu hlutfalli við
hækkandi verð geisladiska frekar en við aukna sölu á
geislaskrifurum og brennanlegum diskum.

Það er mitt álit að með þessu séu þessir aðilar að afsala sér
öllum rétti til þess gjalds sem rukkað er af óáteknum
geisladiskum auk þess sem þeir hafa ákveðið að setja gallaða
vöru á markað þar sem þessir diskar eru ekki spilanlegir í
tölvugeislaspilurum og ekki heldur í öllum venjulegum
heimaspilurum.

Einnig eru þau að brjóta réttindi neytenda þar sem af þeim er
tekinn rétturinn til að taka afrit af eigum sínum. Sér til
málsbóta ætlar Skífan að bjóða upp á að menn geti náð í afrit á
disknum á “læstu mp3 formi” sem að væntanlega er svokallað
windows media format sem að er aðeins hægt að spila til baka á
Windows og Solaris vélum en ekki í öllum mp3 spilurum.

Ég er ekki mikill maður til að vera með hótanir í þessu efni
þar sem ég á mjög fáa diska sem gefnir eru út af Skífunni og
enn færri sem keyptir eru þar en ég mun leggja mig fram um að
sjá til þess að þær tölur fari ekki hækkandi. Það liggur við að
ég breyti um tónlistarsmekk bara til að geta hætt aftur að
versla þar :)

Kær Kveðja.
Spörri

PS: Svör við nokkrum einföldum spurningum

Hvað get ég gert?
Spurðu í Skífunni, “er diskurinn læstur?” og neitaðu að kaupa
hann þess vegna. Ef nógu margir gera þetta þá kannski fækkar
sölum.
Kvartaðu við neytendasamtökin (http://www.neytendasamtokin.is/)
sendu bréf til Skífunnar(http://www.skifan.is) og félags
tónskálda og textahöfunda.
EN gerðu það kurteislega, það er létt að hrista af sér hótanir
og dónaskap. Það að benda kurteislega á að þú munir taka
peninga þína annað er mun áhrifameira.


Hvernig þekkja á diskana?
Philips eigandi staðalsins hefur bannað að læstir diskar séu
merkir með sem Compact Disk. Ef þú kaupir disk sem er merktur
sem slíkur og þú getur ekki spilað hann er hann gallaður og þú
átt rétt á að skila honum, Þetta gildir um vörumerkið sem Þú
getur fundið þetta merki á öllum gömlu diskunum þínum
(http://www.hostie.de/musik/CD-Audio.gif).

Ég vil hlusta á nýja XXXRottweilerhunda/Quarashi/Celine Dion
diskinn minn í tölvunni eða í mp3 spilaranum mínum sem hvorugt
ræður við læsta skrárarformið, hvað geri ég?

Þú tengir “audio out” á geislaspilaranum þínum við “audio in” á
hljóðkortinu og tekur upp og breytir í mp3 eða ogg. Ef þú átt
sæmilegt hljóðkort með digital in tengi (t.d. SoundBlaster
LIVE) og geislaspilara sem er með digital out (flestir betri
spilarar) þá getur þú náð beinu digital merki á milli og ekki
tapað neinum gæðum.

Ég vil taka afrit af disknum mínum til að hafa í bílnum af því
spilarinn þar á það til að rispa diska, hvað get ég gert til að
brenna afrit?

Forritið Blindwrite (http://www.blindwrite.com/) getur afritað
næstum alla geisladiska í venjulegum skrifara.