Það kostar sko sinn slattan að eiga tölvu nú til dags. Segjum að ég kaupi mér tölvu sem kostar svona 125 þúsundkall(sem er kannski ágætisverð ef maður er að kaupa sér góða tölvu) og með því þarf ég prentara sem er alveg frá 15-25 þúsunkall en þetta fera allt saman eftir gæðum. Þarna er ég kominn hátt upp í 150 þúsund sem ég þarf að eiga til þess að geta eignast tölvu. Og svo er það ef maður ætlar sér að eiga hana í einhvern tíma þá hlítur hún að bila og það kostar sko alveg heilann helling að láta laga svona fyrirbæri. ég fór til dæmis með mína sem var alveg í hakki og þeir(við skulum ekkert vera að nefna nein fyrirtæki) ráðlögðu mér að láta bara setja hana upp á nýtt. Jæja segi ég og spyr þá hvað það myndi kosta. 15 Þúsund!!!!! og þarna eru eingir aukahlutir eða neitt sem ég er að kaupa nema í mesta lagi 3-4 tíma af vinnu. ég er einginn sérfræðingur í svona málum en er þetta snagjart???? ég væri alveg til í að fá annað álit á þetta mál ef það er einhver þarna sem veit hversu mikil vinna það er að setja svona tölvu uppá nýtt.

Takk fyrir
kveðja Gísli